Sigurlaug og kjötfarsið
Í matarspjalli dagsins sagði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, okkur frá kálbögglum, eða bleikum kjötbollum. Hvar á maður að kaupa kjötfarsið? Á maður að búa það til sjálfur? Notar maður sama farsið í steiktar kjötbollur og kálböggla? Og er kominn tími til að halda hátíðlega kjötfarsdaginn einu sinni á ári?