Sigurlaug og meira kjörfars
Matarspjallið var aðuvitað á sínum stað í dag. Sigurlaug Margrét kom til okkar og í síðasta matarspjalli töluðum við um kjötfars og þá aðallega kálböggla, en í dag voru það blessuðu steiktu kjötbollurnar. Kjötbollur í brúnni með kartöflumús er einn af þjóðarréttunum, sígildur réttur sem maður fær til dæmis hjá ömmu. Við báðum hlustendur um að senda okkur nöfn á rétti sem margir þekkja úr æsku, kjötfars smurt á brauð og steikt og fengum send til okkar mörg skemmtileg nöfn og ólík, til dæmis rasskinnar, fljúgandi diskar og franskar nátthúfur.