Smáréttir í matarspjallinu
Þó að rigni, þó að blási, ég skemmti mér...segir í textanum góða. Við viljum trúa því, a.m.k. að nú sé mesti snjórinn farinn a.m.k. hér syðra og þótt hann sé kannski ekki að hopa annars staðar á landinu, þá getur maður alveg dregið fyrir og látið eins og vorið sé að koma. Hið innra a.m.k. Í matarspjalli dagsins í Mannlega þættinum töluðum við um smárétti sem sniðugt er að hafa með t.d. freyðivíni, sem forrétti eða við hvaða tilefni sem er.