Snorri Ásmunds ristar brauð í skóginum
Í matarspjalli dagsins ákvað besti vinur bragðlaukanna, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, að heyra í Snorra Ásmundssyni, listamanni. Hann hefur verið að passa hús og ketti í sænskum skógi nálægt landamærum Svíþjóðar og Noregs. Hann hefur notað tímann og einveruna til þess að búa til list og svo hefur hann sett af stað matreiðsluþætti á netinu, þar sem hann hefur til dæmis gefið uppskriftina að ristuðu brauði með smjöri og sænskum kjötbollum. Við hringdum í Snorra í sænska skóginum í matarspjallinu í dag.