Úkraínskt matarspjall með Alberti Eiríks
Í matarspjalli dagsins í Mannlega þættinum fengum við Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, Albert Eiríksson, besta vin besta vinar bragðlaukanna en hann hefur undanfarna viku verið að deila uppskriftum að úkraínskum réttum á facebook og á síðunni sinni www.alberteldar.is. Við fengum að vita hvaða matur og réttir eru þekktastir frá Úkraínu og hvaðan hann fékk uppskriftirnar í matarspjallinu í dag.