Unnar kjötvörur með Halla og Góa

Í matarspjallinu í Mannlega þættinum í dag fengum við Hallgrím Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson, föstudagsgesti þáttarins, til að sitja með okkur áfram með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Halli hefur áður komið í matarspjallið og lýst yfir ástríðu sinni á unnum kjötvörum, en við vitum minna um afrek Góa í eldhúsinu. Við fengum sem sagt að vita hvað er uppáhaldsmaturinn og sérréttir þeirra í þætti dagsins.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.