Vegankonfekt og smákökur
Við töluðum um smákökur í síðasta matarspjalli enda aðventan gengin í garð og við lögðum áherslu á þessar gömlu góðu uppskriftir en í dag lögðum við áherslu á hvað er hægt að baka þegar maður er vegan. Hvernig sætabrauð, smákökur og konfekt sem margir vilja fá í desember, getur maður útbúið þannig að henti vegan. VeganDrottningin Guðrún Sóley Gestsdóttir var gestur okkar í Matarspjallinu í dag.