Vegasjoppur og Hreðarvatnsskáli

Í matarspjalli dagsins töluðum við um vegasjoppur. Framundan er tíminn þar sem fólkið í landinu leggur í ferðalög um þjóðveginn og aðra vegi okkar fallega lands. Og þá þarf auðvitað að stoppa við og við og fylla á bílinn og fá sér í gogginn. Þar koma svokallaðar vegasjoppur sterkar inn, margar landsþekktar, hafa staðið vaktina í áratugi, sumar þó ekki lengur og aðrar jafnvel að koma aftur. Eins og til dæmis Hreðavatnsskáli, þar sem nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum. Við hringdum í Brynju Brynjarsdóttur, listakonu og bónda á Hraunsnefi, en hún og Jóhann Harðarson, eiginmaður hennar, hafa tekið að sér að reka Hreðarvatnsskála eftir að dóttir þeirra og tengdasonur keyptu skálann. Við fengum að vita hvað verður á boðstólnum hjá þeim og hvað er framundan á þessum rótgróna stað.

Om Podcasten

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, spjallar um mat, uppskriftir og sitthvað fleira sem tengist matargerð í Mannlega þættinum á rás 1 á föstudögum.