Þáttur 4 - Vestfjarðarnornin

Velkomin í fjórða þátt af Með verbúðina á heilanum. Ég heiti Atli Már Steinarsson og mun stýra skútunni, í þættinum ætlum við að tala aðeins meira um atvik sem átti sér stað í byrjun þáttar, þegar rætt er um Sæunni og hvernig þetta ?hafi alltaf verið?. Að þegar það er fiskur, þá þurfi bara allir að vinna, börn og fullorðnir. Ég fékk til mín Herdísi Storgard hjúkrunarfræðing og forstöðukonu hjá Mistöð slysavarna barna til að fara aðeins yfir sögu okkar varðandi börn og vinnu en áður en við fræðumst um það skyggnumst við á bakvið tjöldin en í þetta skiptið var það klippari þáttanna Kristján Loðmfjörð sem kom til mín og við fórum aðeins yfir þetta óræða og dularfulla ferli sem virðist eiga sér stað inn í klippiherbergi. Umsjón: Atli Már Steinarsson

Om Podcasten

Í þáttunum Með Verbúðina á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina, allt frá búningahönnuðum til leikstjóra og leikara. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu og framlengja ferðalagið aftur til þess tíma þegar kvótinn var ákveðinn og bæjarfélög reyndu hvað þau gátu að tryggja sér bita af kökunni. Umsjón: Atli Már Steinarsson