Þáttur 6 - Í öfugum nærbuxum

Velkomin í þennan sjötta þátt af Með verbúðina á heilanum, ég heiti Atli Már Steinarsson og nú fer að styttast í annan endan hjá okkur. Í þættinum í þetta skiptið ætlum við að spá aðeins í sambandi Hörpu og Gríms með Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur sálfræðingi og kynlífsráðgjafa. Eiga þau séns eða er þetta bara allt saman búið? Hvernig kemur maður til baka eftir framhjáhald? Stórt er spurt. En áður en við vöðum í það ætlum við að ræða aðeins tónlistina í Verbúðinni. Ég fékk til mín tónskáld þáttanna, þau Herdísi og Kjartan og við fórum yfir hvernig það er að búa til tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp ásamt því að kafa dýpra í hljóðheim Verbúðarinnar. Umsjón: Atli Már Steinarsson

Om Podcasten

Í þáttunum Með Verbúðina á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina, allt frá búningahönnuðum til leikstjóra og leikara. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu og framlengja ferðalagið aftur til þess tíma þegar kvótinn var ákveðinn og bæjarfélög reyndu hvað þau gátu að tryggja sér bita af kökunni. Umsjón: Atli Már Steinarsson