Ekkert mál

Jóhann Máni Jóhansson kvikmyndatökumaður segir aðeins frá uppruna sínum, hvernig hann kynntist myndavélinni og tengir við myndatökuáhuga Lilju í þáttunum. Hann útskýrir hvað kvikmyndatökumaður þarf að hafa í huga þegar þættir eins og Vitjanir eru teknir upp. Svo kom Þyrí Halla Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður og ræddi um sína sýn á skilnaðardeilu Kristínar og Helga. Hún gat sagt okkur hvað hún myndi ráðleggja þeim báðum að gera í þeirri erfiðu stöðu sem komin er upp í hjónabandinu og forræðismálum.

Om Podcasten

Í þáttunum Með Vitjanir á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu. Umsjón: Júlía Margrét Einarsdóttir.