Ekkert mál
Jóhann Máni Jóhansson kvikmyndatökumaður segir aðeins frá uppruna sínum, hvernig hann kynntist myndavélinni og tengir við myndatökuáhuga Lilju í þáttunum. Hann útskýrir hvað kvikmyndatökumaður þarf að hafa í huga þegar þættir eins og Vitjanir eru teknir upp. Svo kom Þyrí Halla Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður og ræddi um sína sýn á skilnaðardeilu Kristínar og Helga. Hún gat sagt okkur hvað hún myndi ráðleggja þeim báðum að gera í þeirri erfiðu stöðu sem komin er upp í hjónabandinu og forræðismálum.