Sísí fríkar út

Kristín fríkar út í þessum þriðja þætti og það gengur á ýmsu. Hún segir móður sinni að draugar séu ekki til, hún sé einfaldlega veik og Lilja fer frekar í partí en að heimsækja pabba sinn. Að þessu sinni er rætt við hæfileikabúntið Kötlu Njálsdóttur leikkonu sem fer með hlutverk Lilju í þáttunum um leiklistina, sönginn og hvernig hún tengir við karakterinn sinn í þáttunum. Héðinn Unnsteinsson mætir og segir frá sinni reynslu af geðhvörfum, deilir heimspekilegri sýn sinni á lífið og tilveruna, fjallar um víddir, skynjun og draugagang.

Om Podcasten

Í þáttunum Með Vitjanir á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu. Umsjón: Júlía Margrét Einarsdóttir.