#02 Hunda-valfag í grunnskóla

Annar þáttur Hundaspjallsins og gestur þáttarins er Halldóra Lind Guðlaugsdóttir. Hún er kennari, hundaþjálfari og hundaatferlisfræðingur, og kennir nokkurs konar hunda-valfag í Hraunvallaskóla. Ég var forvitin og vildi vita meira um þessa hundakennslu fyrir grunnskólanemendur, svo ég bauð henni heim til mín í spjall - hundaspjall. Við fórum út um víðan völl, ræddum um bakgrunn Halldóru sem hundaþjálfari og margt fleira. 

Om Podcasten

Hlaðvarpsþáttur um hundatengd málefni. Umsjónarmaður er Freyja Kristinsdóttir dýralæknir og hundaþjálfari.