MISTERÍA - Dauðsföllin á Dyatlov Pass
Þann 23. janúar árið 1959 hélt Yuri Yudin af stað í ævintýraför ásamt vinum sínum að Otorte fjalli í Rússlandi. Tilgangur ferðarinnar var að sigrast á þessari erfiðu leið og vinna sér þannig inn hæstu gráðu í fjallgöngum. Þegar fimm dagar voru liðnir af ferðinni neyddistt Yuri hins vegar til að halda heim á leið vegna veikinda en það reyndist hans mesta gæfa.