MISTERÍA - Hvarfið á Amy Lynn Bradley

Þann 23. mars var Bradley fjölskyldan í siglingu á skemmtiferðaskipi um karabískahafið. Um kvöldið skemmti fjölskyldan sér saman en þegar foreldrarnir héldu til hvílu skemmtu Amy og bróðir hennar Brad sér áfram og komu heim síðar um nóttina. Þau spjölluðu saman þar til Brad ákvað að fara að sofa. Hann sagði systur sinni að hann elskaði hana en þau grunaði ekki að þau orðaskipti yrðu þeirra síðustu.

Om Podcasten

Hlaðvarp þar sem þáttastjórnendurnir Tinna og Árnný taka fyrir dularfull mál og leitast við að kryfja þau til mergjar. Málin eru margvísleg en eiga það öll sameiginlegt að vera MISTERÍA.