111. Orð dagsins er: Talnakóði

Það eru bara 22 fimmtudagar eftir af árinu, sem þýðir að það eru bara 22 Morðcastsþættir eftir á árinu. Það hlýtur nú svosem að vera feikinóg. Allavega, í þætti dagsins fáum við systur munnræpu í mjög langan tíma áður en Unnur segir frá ömurlegu máli sem gerist í Orlando. Mjög ömurlegt. Svakalega væri gott ef fólk væri ekki ömurlegt. Jæja, gleðilegan fimmtudag! Í boði Ristorante og 1104bymar.is

Om Podcasten

Morðcastið er podcast þar sem fjallað er um íslensk og erlend sakamál á léttum nótum. Þátturinn kemur út á hverjum fimmtudegi. Til að hafa samband: mordcastid@gmail.com instagram.com/mordcastid twitter.com/mordcastid