10. jan. -Heitavatnsskortur í Hveragerði, íþróttafélagsfræði, fuglaflensa o.fl.

Íbúar í Hveragerði hafa þurft að þola köld hús og kaldar sturtur í frostatíðinni vegna bilunar í aðalborholu bæjarins. Í kvöldfréttum í gær var rætt við íbúa og ljóst var að þetta hefur reynt á þolrifin. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, verður gestur okkar í upphafi þáttar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði gott jafntefli við Svíþjóð í fyrri æfingaleik liðanna í aðdraganda HM í gærkvöldi. Við ætlum að ræða við Viðar Halldórsson, prófessor og sérfræðing í félags- og sálfræði íþrótta, um væntingar um árangur og andlegu hliðina á stórmótum. Hverjar eru helstu leiðbeiningar til kattaeigenda vegna fuglaflensusmits sem greindist í heimilisketti á dögunum? Þóra J. Jónasdóttir fer yfir þau mál með okkur. Við höldum áfram umræðu um hugmyndir Donalds Trump um að ná yfirráðum yfir Grænlandi þegar Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðlegum refsirétti, kemur til okkar. Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með fjölmiðlamanninum Birni Inga Hrafnssyni og lögmanninum Helgu Völu Helgadóttur.

Om Podcasten

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.