Útför Elísabetar, skuldir ríkissjóða, málefni barna og nýr bæjarstjóri

Útför Elísabetar drottningar fer fram í Lundúnum í dag og hefur mikil áhrif á lífið þar. Sturla Sigurjónss, sendiherra Íslands í Bretlandi, var á línunni í upphafi þáttar og sagði frá. Skuldir ríkissjóða um allan heim hafa aukist mjög að undanförnu. Það kann að hljóma illa en þarf ekki að gera það; ekki ef lánardrottnar eru einkum innlendir seðlabankar og lífeyrissjóðir. Ásgeir Brynjar Torfason fjallaði um ríkisskuldir í spjalli um alþjóðleg efnahagsmál fór líka yfir viðbrögð Evrópusambandsins við efnahagsvandanum. Bæjar- og sveitarstjóraskipti urðu í tugum sveitarfélaga eftir kosningarnar í maí og nýtt fólk er að koma sér fyrir og setja sig inn í málin. Í þeim hópi er Sigríður Ingvarsdóttir sem í síðustu viku tók við formlega sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Við spjölluðum við Sigríði um lífið og tilveruna á Siglufirði og Ólafsfirði og sveitunum í kring. Börn sem dvöldu á vistheimilum á árum áður áttu ekki sjö dagana sæla. Enn ein skýrslan um hræðilegt líf barna og unglinga í umsjá opinberra stofnana kom út í síðustu viku. Hún fjallar um meðferðarheimili í Varpholti og á Laugalandi í Eyjafirði. En hvernig er staðið að málum í dag þegar börn geta ekki, af einhverjum ástæðum, dvalið heima hjá sér og kerfið þarf að grípa inn í? Eru þau í öruggum höndum? Við spurðum Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Over the rainbow ? Judi Garland The look of love ? Dusty Springfield The way we were ? Shirley Bassey Ást er ? Gautar

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.