Börn bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu

Börn á Íslandi bíða að meðaltali í rúmt ár eftir ADHD greiningu og tæp tvö ár eftir einhverfugreiningu. Yfir 600 börn bíða þess að komast að hjá sálfræðingi hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru bara nokkrar tölur um bið barna eftir ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna ræddi þessi mál við okkur. Hálft ár er síðan drjúgur hluti ríkissjóðs í Íslandsbanka var seldur að kvöldi dags. Fólki sem uppfyllti tiltekin skilyrði samkvæmt lögum var boðið að kaupa en þau skilyrði voru eitthvað á floti í hugum sumra og úr varð nokkur hvellur. Kallað var eftir úttekt og Ríkisendurskoðun falið að fara í saumana á verklaginu. Niðurstöðu er beðið. Við rifjuðum málið upp í spjalli með Þórði Snæ Júlíussyni. Í Þýskalandsspjalli fjallaði Arthúr Björgvin Bollason meðal annars um orkukreppuna sem er yfirvofandi í landinu ? og fleiri ríkjum. Öllum er gert að spara orku með tilheyrandi áhrif á mann- og þjóðlíf. Orkuskortur breytir því hins vegar ekki að októberfest - bjórhátíðin mikla ? er haldin í Munchen þessa dagana, eftir tveggja ára hlé og er ölið kneyfað sem aldrei fyrr. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Don?t throw your love away ? The Searchers Cheek to Cheek ? Fred Astaire A foggy day ? Fred Astaire Kötturinn sem gufaði upp ? Olga Guðrún Árnadóttir

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.