Fjárhagsvandræði og jarðfræði

Fyrsti viðmælandi þáttarins var Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, sem talaði um vonda veðrið um helgina og tjónið vegna þess en það varð einna mest á Reyðarfirði þar sem m.a. braggi frá stríðsárunum eyðilagðis. Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, ræddi um fjárhagsstöðu fólks og áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á hana. Margir voru í vandræðum með að ná endum saman áður en syrta fór í álinn og líklegt að það fjölgi í þeim hópi. Eldgosið í Meradölum var styttra en spáð var við upphaf þess, það stóð í tæpar þrjár vikur. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fjallaði um gosið og gosbeltin á Reykjanesskaga. Fyrr á árinu sameinuðust Stykkishólmur og Helgafellssveit í eitt sveitarfélag og nú þarf bæjarstjórn að velja nýja sveitarfélaginu nafn. 72 tillögur bárust og örnefnanefnd mælir með nokkrum en enn er óvíst hvað verður fyrir valinu. Þórsnesþing kemur til greina. Rætt var við Hrafnhildi Hallvarðsdóttur, forseta bæjarstjórnar og skólameistara Framhaldsskóla Snæfellinga, um nafnaleitina og starfið í skólanum. Tónlist: Kata rokkar - Erla Þorsteinsdóttir, Konni rokkar - Alfreð Clausen og Baldur Georgsson, More than you know - Silvía Þórðardóttir og Steingrímur Karl Teague, Rose garden - Lynn Anderson, Is this the way to Amarillo - Tony Christie. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.