Bílar, verkfall í Noregi og menning á Akureyri

Flestar fjölskyldur eiga bíl og sumar tvo og jafnvel þrjá. Langflestir fullorðnir fara flestra sinna ferða á bílum. Drjúgur hluti tekna fólks fer í bílinn. Ein helsta aðgerð stjórnvalda í loftlagsmálum varðar bílinn - óheimilt verður að selja nýja bensín- og dísilbíla eftir fáein ár. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, kom til okkar og spjallaði um bíla vítt og breitt. Norsk málefni voru á dagskrá. Kennarar eru í verkfalli og í olíulandinu mikla er orkukreppa í aðsigi. Herdís Sigurgrímsdóttir í Stafangri fór yfir það sem er efst á baugi í Noregi. Í þættinum í dag fjölluðum við líka um lífið í Hofi í vetur. Þar slær hjarta lista og menningar á Akureyri. Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi við framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar, Evu Hrund Einarsdóttur. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Ferry cross the Mersey - Gerry and the Pacemakers Bekkur - Agnar Már Magnússon Komdu með inn í álfanna heim - Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Stelpurokk - Todmobile

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.