Nýr Landspítali, Heimsglugginn og Ylja, færanlegt neyslurými

Vegfarendur í nágrenni við Hringbraut í Reykjavík sjá nú að nýr Landspítali er farinn að rísa vel upp úr grunninum þar. Á Morgunvaktinni í dag könnuðum við stöðu mála á nýja spítalanum, tímasetningarnar, fjármálin og fleira voru á dagskrá þegar Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, kom til okkar. Ylja, sem er færanlegt neyslurými, hefur verið rekið í Reykjavík frá því í mars og hefur eftirspurnin eftir þjónustu þess verið mikil allt frá upphafi. Slík rými hafa gefið góða raun víða erlendis og auðveldað líf þeirra sem nota fíkniefni í æð. Villimey Líf Friðriksdóttir og Þórhildur María Jónsdóttir starfa hjá Ylju og þær voru gestir okkar. Liz Truss er farin að sýna á spilin og segja frá því sem hún ætlar að setja í forgang sem forsætisráðherra. Hún er líka búin að skipa ríkisstjórn, þar sem nánast eingöngu eru stuðningsmenn hennar við stjórnarborðið. Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi um nýjan dóm yfir konu í Sádí-Arabíu fyrir skoðanir, bresk stjórnmál og örlítið um stöðu mála í Svíþjóð, en kosið verður þar á sunnudag. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: If I Could Only Stay Asleep ? Patsy Cline Crazy - Patsy Cline Regnbogans stræti - Bubbi Morthens In care of the blues - Patsy Cline

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.