Þverárundrin

Við hefjum 5.þáttaröð með ógeði! Það er kannski viðbúið en mér finnst þetta samt óvenju ógeðfellt mál vegna þess að það inniheldur ill örlög dýra. Það sat í mér þegar ég var krakki. Spakir menn eru kallaðir saman til að leika rannsóknarlögreglur í breskum sjónvarpsstíl þegar kindur taka að hrökkva upp af með ónáttúrlegum hætti á Litlu-Þverá í Húnavatnssýslu. Er illskeyttur ærsladraugur á ferðinni eða mannlegt skrímsli?

Om Podcasten

Fyrir alla þá sem hafa gaman af hörmungum Íslandssögunnar, hvort sem það eru stórslys, morðmál, draugasögur, galdrar eða þjóðtrú.