Ég drap sko engan

Í þættinum fáum við til okkar Jóhönnu og Ingvar. Þau eru fyrrverandi lögregluþjónar með yfir 25 ára reynslu í lögreglustörfum. Jóhanna er þar að auki sérfræðingur í þjálfun m.a leitarhunda sem nýttir eru í störfum lögreglu, björgunarsveita o.fl. Við fáum þeirra innsýn og punkta varðandi mál Shannon Matthews, sem er níu ára stúlka sem hvarf. Við förum yfir leitaraðferðir lögreglu, beitingu leitarhunda o.fl.

Om Podcasten

Hjónin Svandís og Jóhann fjalla um glæpi, á léttari nótunum. Svandís er með B.Sc í sálfræði og diplóma í afbrota-og réttarsálfr. Jóhann er starfandi læknir með sérstakan áhuga á réttarmeinafræði. Við viljum minna á að efnið þáttanna er ekki fyrir viðkvæma né börn.