Listamenn

Þann 19. september næstkomandi opnar sýningin Norðrið í Listasafni Árnesinga og stendur hún opin til 20. Desember. Sýningin sameinar listamenn frá Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi sem munu bjóða uppá einstök verk um landslag, landlist og umhverfisstefnu. Listaverk sem glíma við þá óþægilegu staðreynd að náttúran eins og við þekkjum hana er að breytast. Í þessum fyrsta þætti hlaðvarpsins um Norðrið kynnist hlustandi listamönnum sýningarinnar. Þau eru Erna Skúladóttir, Ulrika Sparre, Pétur Thomsen, Ingibjörg Friðriksdóttir, Nestori Syrjälä og Arngunnur Ýr. Í þættinum segja þau frá verkum sínum á sýningunni, fara í gegnum tilurð þeirra og samsetningu.

Om Podcasten

Þann 19. september næstkomandi opnar sýningin Norðrið (e. North) í Listasafni Árnesinga og stendur hún opin til 20. Desember. Sýningin skoðar viðbrögð ólíkra listammanna frá Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi við öfgafullum umhverfisbreytingum á norðurslóðum. Á sýningunni bjóða listamennirnir uppá einstök verk um landslag, landlist og umhverfisstefnu sem glímir við þá óþægilegu staðreynd að umhverfið sem við þekkjum er að hverfa. Í hlaðvarpinu kynnist hlustandi listamönnum sýningarinnar og verkum þeirra, safnstjóra, sýningarstjóra og rithöfundum sem koma að sýningunni.