Brjóstagjöf: "Ég hefði bara getað verið í Mjólkursamsölunni"

Umfjöllunarefni sjöunda þáttarins er brjóstagjöf en þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu spennt hún Þórunn var fyrir þessum þætti. Að mati Þórunnar & Alexsöndru var brjóstagjöfin eitt það erfiðasta við allt ferlið en eiga þær það sameiginlegt að hafa náð að vera með börnin lengi á brjósti. Það gekk þó ekki eins og í sögu í upphafi og fara þær yfir hindranirnar, sína reynslu af brjóstagjöfinni ásamt því að svara spurningum frá hlustendum. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

Om Podcasten

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti. ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Bestseller og Nespresso.