Fæðingar: "Er þessi kona ennþá í fæðingu?"

Í þessum fjórða þætti Þokunnar halda Þórunn og Alexsandra áfram þar sem frá var horfið í þættinum um meðgöngurnar þeirra og fara yfir hádramatískar fæðingarsögur sínar. Önnur fæðingin átti sér stað á 41. viku og var löng en hin átti sér stað skyndilega á 35. viku. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

Om Podcasten

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti. ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Bestseller og Nespresso.