Guðrún Sørtveit: ,, Ljósið í myrkrinu"

Þórunn & Alexsandra fá til sín yndislegan gest en það er vinkona þeirra hún Guðrúnu Sørtveit. Guðrún er förðunarfræðingur, bloggari á Trendnet og er hún gengin 37 vikur með sitt fyrsta barn. Þær ræða meðgönguna, undirbúning og áfall sem Guðrún og kærasti hennar gengu í gegnum stuttu áður en hún verður ófrísk en lenti hún í að fá utanlegsfóstur nokkrum mánuðum áður. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

Om Podcasten

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti. ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Bestseller og Nespresso.