Sambandið eftir fæðingu: "Ekki koma nálægt mér með priki"

Þórunn & Alexsandra fá til sín kynfræðinginn og mömmuna Indíönu Rós. Þær spjalla saman um sambandið og kynlíf eftir fæðingu en það er heill hellingur sem breytist eftir að nýr einstaklingur bætist við fjölskylduna. Oft gleymist að hlúa að sambandi foreldranna og hvenær á maður eiginlega að finna tíma og orku fyrir kynlíf? Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

Om Podcasten

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti. ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Bestseller og Nespresso.