Blessuð börnin

Þáttur dagsins er doldið bland í poka en við fengum einn stuttfættan til að slást í för með okkur fyrstu 20 mínúturnar en hann fékk Ólafssyni til að fara á dýptina. Dýptin hélt svo áfram næstu 40 mínúturnar og að sjálfsögðu endar þátturinn á djúpum umræðum um gervigreind. Fleira var það ekki að þessu sinni kæru Undralendingar. Verið góð við hvort annað.

Om Podcasten

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!