Hæsta bygging allra tíma var 2,5 km.

Þáttur dagsins hefst á barnalegu tali um kúk eins og svo oft áður þegar Aron kemst á skrið en leiðir á skringilegan hátt út í pælingar um Turninn af Babel sem er sagður hafa verið tveggja og hálfs kílómetra hár, takk fyrir! Þaðan leiðir umræðan svo yfir í ferðalag Arons til Machu Picchu og Sveppaævintýri hans í sömu ferð. Undir lokin opnar Arnar sig svo um innhverfa íhugun sem hann lærði þegar hann var 17 ára og hefur iðkað inn á milli. Gleðilegan þunnudag!

Om Podcasten

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!