Krýsuvík vaknar (Fall íslenskrar siðmenningar)

Hélduði að við værum hættir með dómsdagsspár? Aldeilis ekki. Það vill svo til að Krýsuvíkureldstöðin hefur legið í dvala í um 900 ár og gárungar tala nú um að hún sé komin á tíma. Hvað það mun þýða fyrir borgarbúa er erfitt að segja en í þættinum gera Ólafssynir sitt besta í sviðsmyndagreiningu á þessum ógnvænlega atburði.

Om Podcasten

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!