Pilot

Í þessum fyrsta þætti Ólafssona í Undralandi er uppruni og saga þeirra Arons og Arnars rakin en þeir hafa marga fjöruna sopið saman. Arnar kemur Aroni að óvörum og uppljóstrar djúpu leyndarmáli sem hann hefur reynt að hylma yfir um nokkurt skeið. Að lokum kemur Aron með einhvern fánýtasta fróðleik sem festur hefur verið á bandvídd.

Om Podcasten

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!