Samfélög

Já, kæru Undralendingar. Nafn þáttarins gefur ekki endilega til kynna innihald þáttarins en þeir félagar fara um víðan völl í þætti dagsins. Megin þráðurinn er þó sá að samfélög eru alls konar hvort sem það er á plánetunni jörð eða utan hennar. Verið góð við hvort annað.

Om Podcasten

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!