Viðar Pétur sérfræðingur í gervigreind skólar Ólafssyni til

Það var löngu kominn tími á að fá sérfræðing inn í begmálshelli Ólafssona til að ræða gervigreind á fagmannlegum nótum, en til þess fengum við til okkar Viðar Pétur Styrkársson sérfræðing í gervigreind frá Advania. Við spurðum hann spjörunum úr um allt það nýja á döfinni, siðferðið og framtíðarhorfur í heimi þar sem gervigreind virðist ætla að taka yfir. Missið ekki af þessum þætti kæru hlustendur!

Om Podcasten

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!