Kex er orð yfir teljanlegt fyrirbæri en það er ekki algengt að það sé notað í fleirtölu. Oftar er talað um kexkökur í fleirtölu. Orð sem lengi vel á 20. öld eru bundin við eintölu eða fleirtölu virðast hafa farið að færast á milli talna á síðustu áratugum.