Fiskaheiti á lista í riti Lærdómslistafélagsins

Hið íslenska lærdómslistafélag gaf út ársrit með margvíslegum fróðleik Íslendingum til uppfræðslu. Félagið setti sér líka málstefnu sem fól ekki aðeins í sér að hreinsa málið af erlendum áhrifum heldur ekki síður að mynda ný íslensk orð til þess að auðveldara væri að skýra nýjungar fyrir lesendum ritsins. Árið 1780 voru birtir listar yfir plöntu-, fugla- og fiskaheiti og fiskaheitin eru hér tekin til skoðunar.

Om Podcasten

Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Atli Sigþórsson