1. Króka-Refs saga - Lagt á borð

Ormstungur halda í enn eina óvissuferðina. Í þetta skiptið er ótroðna slóðin krókótt en eins og tungurnar segja gjarnan er betri krókur en kelda enda engin Íslendingasaga sem heitir Keldu-saga. Það þýðir auðvitað ekki að tungurnar lendi ekki í keldunni. Ójú, eins og kettir út í mýri vaða þeir leðjuna strax í byrjun. Komast þeir af stað? Hlustið og hlýðið! Styrktu okkur á https://www.patreon.com/ormstungur Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson

Om Podcasten

Íslendingasögurnar! Ormstungur er umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum. Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.