4. Egils saga - Bræðrabönd
Ástsýki og ælur, skyrdrykkja og skærur. Víkingurinn válegi sprettur fram eins og mamma hafði spáð fyrir og heggur mann og annan. Bræður munu berjast, saman að vísu, en það endar samt ekki vel. Ekki frekar en að blanda skyri og öli í mallakút. Egill er leiður en það er ekkert sem silfurkista eða tvær lagar ekki. Eða hvað? Hlustið og hlýðið. Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson