4. Grettis saga - Gæfa eða gjörvileikur

Erfiður þáttur fyrir Ormstungur, eðlilega. Einn svakalegasti Svíi bókmenntasögunnar stimplar sig inn með skelfilegum afleiðingum - hinn hljóðmikli og dimmraddaði smali Glámur, AKA Staffan Olson miðalda. Eftir hrikalegustu glímu Grettis við drauginn skeinuhætta hefur hann náð toppnum. Gjörvulegur er hann, um það er ekki deilt. En gæfusamur ekki. Það er kalt á toppnum og okkar maður ekki í kuldagallanum.

Om Podcasten

Íslendingasögurnar! Ormstungur er umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum. Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.