#2 Ósýnilega fólkið - Nafnlaus heimilislaus kona 1

Viðmælandi dagsins er fjögurra barna móðir sem lengi vel starfaði á leikskólum og hefur mikla unun af því að vinna með börnum. Hún á sér óuppgerða sögu sem þolandi ítrekaðra kynferðisbrota, missti stjórn á neyslu sinni fyrir nokkrum árum og endaði á götunni. Hún þráir að komast i meðferð og síðan í eigið húsnæði svo hún geti unnið í sínum málum og náð sér á strik á ný.

Om Podcasten

Hver eru þau þessi olnbogabörn sem alltaf er verið að fjalla um, tala um en við heyrum sjaldnast í sjálfu? Ósýnilega fólkið er viðtalsþáttur Frosta Logasonar en þar ræðir hann við fólk sem glímir við áskoranir sem flesta hryllir við: Fíknivanda og heimilisleysi. Andstreymið sem þetta fólk hefur mátt mæta felur meðal annars í sér fordóma og skilningsleysi.