82 – Bestu Spiel des jahres spilin

Spiel des Jahres verðlaunin eru líklega virtustu borðspilaverðlaunin í heiminum. Í þessum þætti koma Íris og Auður frá Doktor Spil aftur í heimsókn og velja í (drafta) 5 spila lista af þeim sem okkur þykja vera bestu spilin sem hafa hlotið þessi virtu verðlaun. Hlustendur fá svo tækifæri til þess að kjósa besta listann á facebook síðu Pant vera blár og á @doktor_spil á instagram.

Om Podcasten

Pant vera blár! er íslenska borðspilapodcastið. Stjórnendur þáttarins eru Davíð Baldursson, Kristleifur Guðjónsson, Styrmir Hafliðason og Þorvaldur Guðjónsson ræða spil og spilatengd málefni ásamt því að segja öðru hverju brandara sem falla misvel í kramið hjá öðrum meðstjórnendum.