88 – Spilaárið 2024
Árið 2025 er gengið í garð. Tunglið er í sjöunda húsi vatnsberans á sama tíma og Satúrnus, Júpíter og Neptúnus eru í beinni línu við jörðina. Þetta þýðir bara eitt. Styrmir, Valdi, Leifur OG Davíð komust allir til þess að taka upp þátt. Í þessum þætti verður spilaárið 2024 gert upp með topplistum yfir bestu spilin sem voru spiluð í fyrsta skiptið á þessu ári ásamt greiningu á spilatölfræði út BGStats. Svo er aldrei að vita nema það verði hnoðað í einn eða tvo orðabrandara.