Pepp fundur 1: Sjálfseflandi

Sigrún: Ert þú að fara ómeðvitað í gegnum lífið? Allt sem þú ert núna byggist á ákvörðunum sem þú hefur tekið í gegnum ævina, hvort sem þær hafa verið meðvitaðar eða ómeðvitaðar. Hlustaðu á þennan pepp fund til að fá innblástur til þess að taka völdin á þínu lífi og fara meðvitað í gegnum það. Hlustaðu á hann eins oft og þú þarft til þess að hvetja þig áfram, hvetja þig til þess að taka meðvitaða ákvörðun um að taka völdin og verða hver þú í raun og veru ert – fædd í þennan heim með þann eina eiginleika að gefast aldrei upp, að halda alltaf áfram.

Om Podcasten

Pepp Fundir eru ætlaðir að hvetja þig áfram. Þeir eru hugsaðir þannig að þú getir hlustað endurtekið á þá til þess að 'víra' hugann og viðhorfið upp á nýtt.Ef þú vilt taka hugarfarið og sjálfan þig á næsta stig skaltu skrá þig í Hugleiðslupakkann eða Jóga nidra dáleiðslupakkann á fitbysigrun.com