Popp og kók með Ninnu Pálma

Ninna Pálmadóttir er leikstjóri og kvikmyndagerðarkona, en mynd hennar, Blaðberinn, var valin besta stuttmyndin á RIFF 2019. Ninna sýnir nýja mynd á RIFF í ár, en það er stuttmyndin Allir hundar deyja. Hún kom í spjall í Popp og kók og sagði okkur meðal annars frá sínum uppáhalds myndum, og fyrstu bíóminningum.    RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, fer fram í 17. sinn dagana 24. september - 4. október 2020.  Þáttastjórnendur eru Ingileif Friðriksdóttir og María Ólafsdóttir.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson heldur úti hlaðvarpsþáttunum RIFF-kastið sem hefjast 8. september. Þættirnir verða sendir út vikulega þar til RIFF hátíðinni lýkur.