Stjörnubíó í sóttkví

Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977. Hér getið þið hlýtt á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson um Síðustu veiðiferðina og við leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson um Spenser Confidential, nýjustu kvikmynd vinar síns Mark Wahlberg.

Om Podcasten

Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi sjónrænnar poppmenningar; þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Umsjónarmenn eru Sigurjón Hilmarsson og Tómas Valgeirsson.