Ástar - "költið"

Í þessum þætti er farið í sérkennilegan hóp sem nefnist Love has won. Leiðtogi hópsins Amy Carlson fannst látin fyrir stuttu síðan. Hún var vafin inn líkt og múmía, með ljósaseríu utan um sig og þakin glimmeri. Amy taldi sig vera margra milljarða ára gömul og hafa verið Marilyn Monroe í fyrra lífi. Einnig taldi hún að leikarinn Robin Williams heitinn væri hennar helsti samstarfsmaður. Stórskrýtin saga um hættulega guðsmóður.

Om Podcasten

Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar.