Föstudagskaffið: Saga hlutabréfa á Íslandi með Þórði Pálssyni

Sendu okkur skilaboð! Það hlaut að koma að því! Geitin sjálf, Tóti Páls kíkti á okkur upp í Seðlabanka Kópavogs og settist á bakvið míkrófóninn. Í þættinum kynnumst við manninum og förum á hundavaði yfir sögu hlutabréfa á íslandi en sjálfur hefur Tóti séð tímanna tvenna í þeim efnum. Stórkostlegur þáttur sem, eins og svo oft áður, enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Gleðilegt nýtt ár, kæru kúrekar!

Om Podcasten

Pyngjan er viðskiptamiðað hlaðvarp þar sem fréttir, fróðleikur og vandaðar umfjallanir eru í fyrirrúmi. Þættirnir koma út á föstudögum og eru sem ljós í enda ganganna hjá hinum almenna launþega og vansæla millistjórnanda.