Ágústa Ýr aka Iceicebabyspice

Hún er fjöllistakona, instagram legend og meme queen sem hefur vakið athygli á einkennandi og áberandi stíl bæði sem artisti og einstaklingur. Í vor var hún með sýningu á Feneyjatvíæringnum þar sem hún söng karaoke lög klædd sem trúður. Hún er Ágústa Ýr, betur þekkt sem Ice ice baby spice og var viðmælandi minn í Radio J'adora þessa vikuna. Við ræddum svo margt skemmtilegt, um instagram og samfélagsmiðla, alter ego, list og kúltúr okkar samtíma, ljósmyndanámið hennar í New York, daglegt líf í London þar sem hún er búsett og fleira litness! Tune in! Xoxo, DJ Dóra Júlía

Om Podcasten

Velkomin í Radio J'adora, í boði íslensku hamborgarafabrikkunnar. Öll fimmtudagskvöld fæ ég til mín mismunandi gesti þar sem fjölbreyttar fagkonur eru í forgrunni. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, frá gildum í lífinu og hvað veitir hamingju til uppáhalds instagram filters. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía.