Gréta Rut

Hún er hlaupalegend sem var að hlaupa Laugaveginn. Hún er mögnuð og yndisleg og temur sér ótrúlega jákvætt og fallegt lífsviðhorf eftir að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika síðastliðið haust. Hún er Gréta Rut og var viðmælandi minn í Radio J'adora. Við ræddum um hlaupið, innblástur og markmið, hvernig lífið heldur áfram eftir áföll og hvað er mikilvægast við lífið. Enn fremur ræddum við um samtökin Gleymérei sem Gréta ætlar að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst, en hún og kærastinn hennar Ragnar eignuðust andvana dreng í október síðastliðinn. Segir hún samtökin hafa gert mikið fyrir þau og hjálpað þeim að varðveita fallegar minningar litla Hinriks Leós. Tune in <3 xoxo, DJ Dóra Júlía

Om Podcasten

Velkomin í Radio J'adora, í boði íslensku hamborgarafabrikkunnar. Öll fimmtudagskvöld fæ ég til mín mismunandi gesti þar sem fjölbreyttar fagkonur eru í forgrunni. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, frá gildum í lífinu og hvað veitir hamingju til uppáhalds instagram filters. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía.